Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
mánudagur, nóvember 08, 2004

Langt síðan síðast

Vá, ég held að nú sé fólk loks búið að missa trú á mér sem bloggara! Ég hef einfaldlega ekki haft nennu eða tíma til að skrifa. Það er að segja, þegar ég hef haft tíma þá hef ég ekki nennað. En eins og sagt erÆ hálfnað verk þá hafið er. Eins og í gær byrjaði ég að þrífa og ég tók til, þurrkaði af og þreif vaskinn í fyrstu atrennu og í þeirri síðari fékk ég Gústa til að hjálpa mér að skúra (það er að segja, hann skúraði, ég þreif klóið og færði til húsgögn). Talandi um Gústa. Við áttum 7 mánaða afmæli á dögunum, nánar tiltekið 4. nóvember. Annars er það að frétta úr mínu lífi að ég stunda söngskólann fimm daga vikunnar, syng í óperukórnum tvö kvöld í viku og vinn í Draumalandi þrjá daga vikunnar, þrjá tíma í senn. við héldum geggjaða tónleika í Óperukórnum á dögunum með Karlakórnum Þröstum og hluta úr Sinfó. Þetta var Elía eftir Felix Mendelsohn. Það gekk vel og daginn eftir fór kórinn til NY til að syngja í Carnegie Hall. Ég fékk ekki að koma með. Garðar Cortes (sem er stjórnandinn) sagði mér að það hefði munað svooo litlu. Ég var nefnilega á biðlista eða eitthvað. Kórinn hafði nottla verið að safna svo hver kórmeðlimur þyrfti ekki að borga 140.000 heldur rúm 60. Þau koma heim á morgun. Þrjá morgna í viku (annan hvern morgun) er ég í Óperudeildinni. Við erum þessa stundina að setja upp Prakkarann eftir Ravell og eftir jól verða það brot úr hefðbundnari óperum (La bohéme og slíkt). Það er er búið að ráða í hlutverk þar og við eigum strax að byrja að læra hlutverkin. Ég var eiginlega heldur fegin þegar verkfallið kláraðist þótt þetta hafi verið ósköp rólegt hjá okkur í vinnunni. Ef einhver veit það ekki, þá er Draumaland frístundaheimili ÍTR í Austurbæjarskóla, einskonar dagvist fyrir krakka 6-9 ára. Við f-ndrum og syngjum og förum í leiki og þvíumlíkt. Á meðan á verkfallinu stóð vorum við með um 15-20 krakka á dag í stað um 40. við hjálpuðumst bara að með alla krakkana, voða rólegt. En ég var doldið fegin að fá mína krakka aftur og fá rútínuna aftur í gang. Það er líka gott fyrir börnin, sérstaklega mín, þar sem þau eru bara 6 ára. En nú er þetta skollið á og hver veit hve lengi? Jæja, ég sé sum ykkar á kaffihúsinu í kveld!!!


skrifað af Runa Vala kl: 19:11

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala